Óveður og rafstöðvakaup.

1794

Það má segja að yfir landið hafi gengið gjörninga veður á þriðju- og miðvikudag í síðustu viku. Veðurhæð úr norðri sem er óvenjuleg og með úrkomu sem í upphafi var slydda sem breyttist síðar í mikla snjókomu. Útkoman var meira ísingarveður en jafnvel elstu menn muna, eða í það minnsta á stærri hluta landsins en dæmi eru um í sama hvellinum.
Miklar skemmdir urðu á umtalsverðum hluta raforkukerfisins sem er enn á gömlum tréstaurum sem brotnuðu í stórum stíl. Rafmagnsleysi og tilheyrandi vandamál voru viðfangsefni næstu daga.  Það má sjálfsagt lengi deila um hverjum er um að kenna og hafa strax verið gerðar mis nákvæmar ályktanir þar um.
Það sem er hvað alvarlegast er að fjarskiptakerfið brást algjörlega. Öll símtæki urðu sambandslaus og vegna ófærðar var í mörgum tilfellum með engum hætti hægt að vita hver staða fólks var. Fjöldi fólks sem ekki hafði möguleika á að ná í Neyðarlínuna ef þurft hefði. Illmögulegt að vita hverjir þurftu á rafstöðvum að halda til nauðsynlegustu verka eins og við mjaltir. Næstu vikur fara í að greina og átta sig á hverjir bera ábyrgð og hvaða leiðir eru vænlegar til úrbóta til að forðast ástand sambærilegt því sem skapaðist í síðustu viku.
Tjón bænda er umtalsvert en ekki er tímabært að leggja mat á hversu mikið. Afurðatjón er umtalsvert, skemmdir á húsum, tjón á búpeningi auk þess sem á eftir að koma í ljós hvernig girðingar koma undan.

Í framhaldi af þessum hremmingum eru margir bændur sem nú huga að kaupum á rafstöðvum. BSE hefur ákveðið að gera könnun á hvort sameiginleg innkaup á þeim geti leitt til lægra innkaups verðs. Landssamband kúabænda hefur einnig velt upp þeim möguleika og líklegt að þar geti orðið samstarf til hagsbóta fyrir bændur.
Þeir sem hafa áhuga á að vera með könnun á rafstöðvakaupum eru hvattir til að hafa samband sem fyrst í netfangið bugardur@bugardur.is.

Fyrri greinByggðir Eyjafjarðar 2010
Næsta greinHafdís Ingimarsdóttir komin til starfa hjá Bókvís.