Sauðfjársæðingadagar og afhendingartími.

5388

Sauðfjársæðingadagar 2022 og afhendingartími frá Búgarði.

Þeir dagar sem boðið verður upp á hrútasæði frá Búgarði nú í desember eru eftirfarandi:

  • 5. – 8.des.
  • 11. -14.des.
  • 17.-20.des.

19. verður eingöngu afgreitt sæði frá stöðinni á Vestulandi 20. verður aðeins afgreitt frá hrútum á Suðurlandinu.

Aðra daga verður hægt að panta frá báðum stöðvum þó hætt sé við að mesta álagið verði um miðbik tímans, 11. og 12. og þá hættara við að vinsælustu hrútarnir anni ekki eftirspurn.

Farið verður með sæði í Þingeyjarsýslur ef pöntuð eru 10 strá eða fleiri.

Komi sæði á mánudegi til fimmtudags verður það tilbúið til afgreiðslu frá Búgarði um 14.30, en aðra daga um klukkutíma seinna.


 

Sauðfjársæðingadagar 2021 og afhendingartími frá Búgarði.

Eftirfarandi daga verður afgreitt sæði frá Búgarði á komandi sæðingavertíð.

  • 5, 6, 7, 8, 9 og 10 des.
  • 14, 15, 16, 17, 18, 19 og 20 des.
  • Ákveðið var, ekki síst vegna þess hversu illa sæðingar eftir samstillingar hafa komið út, að hafa tvö samfelld tímabil.
  • Ef áætlanir samgangna standast verður sæði tilbúið til afgreiðslu frá Búgarði upp úr kl. 14 mánudaga til fimmtudags en á föstu- laugar- og sunnudögum um eða upp úr kl. 15.
  • Muna að vista pöntunarblaðið áður en skráð er, hengja síðan við og senda í tölvupósti á bugardur@bugardur.is;
  • Panta ekki síðar en kl. 12 daginn fyrir sæðingadag.
  • Forystuhrúturinn Kjartan 16-860 dauður.