Sauðfjársæðingadagar og afhendingartími.

3736

Ákveðið hefur verið hvaða daga verður boðið upp á hrútasæði í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum á komandi fengitíð.

2020

  • 2., 3. og 4. desember.
  • 8., 9., 10. og 11. des.
  • 15. til 21. desember.
  • Alla virka daga þegar sæði verður afgreitt verður það um kl. 16 frá Búgarði.

Afhendingartími ræðst af því hvenær er flug er til Akureyrar. Eins og alkunna er þá má lítið útaf bregða í samgöngum til að fögur fyrirheit og áætlanir fari úr skorðum, en gott að vona það besta.

Muna að vista pöntunarblaðið áður en skráð er, og hengja síðan við þegar pöntun er frágengin og póstur er sendur.
Muna að panta ekki síðar en um hádegi, daginn fyrir sæðingadag.
Ekki er hægt að panta sæði úr Kofa 18-833 því hann er dauður.