Lög félagsins

Lög F.S.E. , í gildi frá 2006

1. grein:

Félagið heitir Félag sauðfjárbænda við Eyjafjörð, skammstafað F.S.E. Heimili þess og varnarþing er heimili formanns hverju sinni.

2. grein:

Félagssvæðið er bundið starfssvæði Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Félagar geta þeir orðið sem stunda búskap með sauðfé á lögbýlum á félagssvæðinu og eiga a.m.k. 50 kindur á vetrarfóðrun. Þeir sem lenda í tímabundnu fjárleysi halda rétti sínum. Aðrir sauðfjáreigendur á félagssvæðinu geta gerst aukafélagar með tillögurétti og málfrelsi.

3. grein:

Félagið er aðili að Landssamtökum sauðfjárbænda. Þá vill félagið hafa sem best samstarf við B.S.E., sauðfjárræktarfélög og búgreinafélög á svæðinu.

4. grein:

Tilgangur félagsins er að:a) Efla samstöðu sauðfjárbænda og vinna að bættum hag þeirra.b) Vinna að vöruþróun og vöruvöndun sem taki mið af breyttum þjóðfélagsaðstæðum og komitil móts við óskir neytenda.c) Stuðla að almennara skýrslu- og bókhaldi til hagsbóta bæði fyrir bændur og neytendur.d) Fylgjast með og hafa áhrif á kynbótastefnuna í sauðfjárrækt.e) Koma á framfæri upplýsingum er varða framleiðslu sauðfjárafurða bæði til framleiðenda ogneytenda.

5. grein:

Aðalfund skal halda árlega og helst eigi síðar en fyrir marslok. Boða skal hann með minnst viku fyrirvara.

6. grein:

Á aðalfundi skal kjósa til trúnaðarstarfa fyrir félagið og skal kosning stjórnar og fulltrúa félagsins út á við vera skrifleg. Á stofnfundi skal kjósa fimm manna stjórn. Kjörtímabil stjórnarmanna er þrjú ár en stjórnin skal draga um það að loknum stofnfundi hverjir tveir sitji í eitt ár og hverjir aðrir tveir í tvö ár. Stjórnin skiptir með sér verkum þannig, að í henni séu formaður, varaformaður, gjaldkeri, ritari og meðstjórnandi. Þá skulu kosnir tveir varamenn til eins árs í senn og tveir skoðunarmenn reikninga til þriggja ára. Ennfremur skal á aðalfundi kjósa fulltrúa félagsins út á við til eins árs í senn. Sá sem hefur gegnt trúnaðarstarfi fyrir félagið samfellt í 9 ár er ekki kjörgengur til endurkjörs í það sinn.

7. grein:

Árgjöld félagsmanna skulu ákveðin af aðalfundi.

8. grein:

Lög þessi taka gildi þegar þau hafa verið samþykkt á stofnfundi félagsins. Þeim má aðeins breyta á aðalfundi með einföldum meirihluta, enda komi það fram í fundarboði að til standi að breyta lögum félagsins.

9. grein:

Ákvörðun um starfslok félagsins má aðeins taka á aðlfundi með samþykki 2/3 hluta fundarmanna enda komi það fram í fundarboði. Hætti félagið störfum, fara eigur þess til vörslu hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar til fimm ára. Verði ekki stofnað sambærilegt félag á félagssvæðinu innan þess tíma, renna eigur þess ef einhverjar eru til Búnaðarsambands Eyjafjarðar.

Hér fyrir neðan er gerð grein fyrir hvenær lögum þessum hefur verið breytt, búið er að færa þær breytingar  inn í lögin hér að ofan! 

Lögin samþykkt á stofnfundi félagsins 24. júní 1985

Viðbót við 8. grein samþykkt á aðalfundi 31. janúar 1986

Viðbót við 2. grein samþykkt á aðalfundi 17. apríl 1997 (til samræmis við breytt lög LS)

Orðalagsbreyting á 6. grein samþykkt á aðalfundi 24. apríl 1998 (vegna lögverndar starfsheitis)

1) Stofnfundur félagsins var haldinn 24. júní 1985 þar sem lögin voru samþykkt samhljóða. Stofnfélagar voru 58 talsins og fyrstu stjórnina skipuðu: Guðmundur Skúlason formaður (2), Steinn Snorrason varaformaður (2), Friðrik Jónsson gjaldkeri (1), Sigurgeir Hreinsson ritari (1) og Ármann Rögnvaldsson meðstjórnandi (3). Til vara: Davíð Guðmundsson og Sigurður Jósefsson. Endurskoðendur: Brynja Þorsteinsdóttir og Þórður Steindórsson. Fulltrúar á aðalfund BSE: Guðmundur Skúlason aðalmaður, Sigurgeir Hreinsson varamaður. Fulltrúar á stofnfund LS: Guðmundur Skúlason, Sigurgeir Hreinsson, Friðrik Jónsson og til vara Ármann Rögnvaldsson og Steinn Snorrason.

2) Á stjórnarfundi 31. janúar 1986 var samþykkt að breyta 8. grein laganna skv. breytingartillögu Ármanns Rögnvaldssonar sem hann bar fram á stofnfundinum og var vísað til stjórnar þá (viðbót við greinina og varðar boðun á lagabreytingum). Tillagan var borin upp á aðalfundi 10. apríl 1986 og samþykkt þar samhljóða.

Var:Lög þessi taka gildi þegar þau hafa verið samþykkt á stofnfundi félagsins. Þeim má aðeins breyta á aðalfundi með einföldum meirihluta.Verður við breytingu:Lög þessi taka gildi þegar þau hafa verið samþykkt á stofnfundi félagsins. Þeim má aðeins breyta á aðalfundi með einföldum meirihluta, enda komi það fram í fundarboði að til standi að breyta lögum félagsins.

3) Á aðalfundi 17. apríl 1997 var samþykkt að breyta 2. grein laganna til samræmis við breytt lög LS um að fullgildur félagi í sauðfjárræktarfélagi verði að eiga a.m.k. 50 kindur. Breytingatillagan var borin upp og samþykkt samhljóða.

Var:Félagssvæðið er bundið starfssvæði Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Félagar geta þeir orðið sem stunda búskap með sauðfé á lögbýlum á félagssvæðinu.Verður við breytingu:Félagssvæðið er bundið starfssvæði Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Félagar geta þeir orðið sem stunda búskap með sauðfé á lögbýlum á félagssvæðinu og eiga a.m.k. 50 kindur á vetrarfóðrun. Þeir sem lenda í tímabundnu fjárleysi halda rétti sínum. Aðrir sauðfjáreigendur á félagssvæðinu geta gerst aukafélagar með tillögurétti og málfrelsi.

4) Á aðalfundi félagsins 24. apríl 1998 var samþykkt að breyta 6. grein laganna vegna lögverndunar starfsheitisins endurskoðandi. Breytingin var samþykkt samhljóða.

Var:Á aðalfundi skal kjósa til trúnaðarstarfa fyrir félagið og skal kosning stjórnar og fulltrúa félagsins út á við vera skrifleg. Á stofnfundi skal kjósa fimm manna stjórn. Kjörtímabil stjórnarmanna er þrjú ár en stjórnin skal draga um það að loknum stofnfundi hverjir tveir sitji í eitt ár og hverjir aðrir tveir í tvö ár. Stjórnin skiptir með sér verkum þannig, að í henni séu formaður, varformaður, gjaldkeri, ritari og meðstjórnandi. Þá skulu kosnir tveir varamenn til eins árs í senn og tveir endurskoðendur til þriggja ára. Ennfremur skal á aðalfundi kjósa fulltrúa félagsins út á við til eins árs í senn. Sá sem hefur gegnt trúnaðarstarfi fyrir félagið samfellt í 9 ár er ekki kjörgengur til endurkjörs í það sinn.

Verður:Á aðalfundi skal kjósa til trúnaðarstarfa fyrir félagið og skal kosning stjórnar og fulltrúa félagsins út á við vera skrifleg. Á stofnfundi skal kjósa fimm manna stjórn. Kjörtímabil stjórnarmanna er þrjú ár en stjórnin skal draga um það að loknum stofnfundi hverjir tveir sitji í eitt ár og hverjir aðrir tveir í tvö ár. Stjórnin skiptir með sér verkum þannig, að í henni séu formaður, varformaður, gjaldkeri, ritari og meðstjórnandi. Þá skulu kosnir tveir varamenn til eins árs í senn og tveir skoðunarmenn reikninga til þriggja ára. Ennfremur skal á aðalfundi kjósa fulltrúa félagsins út á við til eins árs í senn. Sá sem hefur gegnt trúnaðarstarfi fyrir félagið samfellt í 9 ár er ekki kjörgengur til endurkjörs í það sinn.

Lagt fram og samþykkt á aðalfundi 2006

Tillaga að lagabreytingu

Stjórnin leggur til að bætt verði við lögin eftirfarandi grein sem jafnframt verði 9. grein laganna: „Ákvörðun um starfslok félagsins má aðeins taka á aðlfundi með samþykki 2/3 hluta fundarmanna enda komi það fram í fundarboði. Hætti félagið störfum, fara eigur þess til vörslu hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar til fimm ára. Verði ekki stofnað sambærilegt félag á félagssvæðinu innan þess tíma, renna eigur þess ef einhverjar eru til Búnaðarsambands Eyjafjarðar.“