Kortagerð

Teiknuð eru túnkort og afstöðumyndir. Umsjón með teikningum hefur Hákon Jensson hakon@bugardur.is 460-4458. Hákon er menntaður fornleifafræðingur og tekur einnig að sér verkefni sem tengjast fornleifaskráningu.

Um lang árabil sá Guðmundur H. Gunnarsson um kortateikningar en hefur að mestu  látið af störfum. Hann sinnir þó enn verkefnum sem snúa að deiliskipulagsvinnu. Tölvupóstfang: ghg@bugardur.is , 866-3295.

Byrjað var með stafræna kortagerð á vegum Ræktunarfélags Norðurlands (félag allra búnaðarsambanda á Norðurlandi) árið 1990, en Búnaðarsamband Eyjafjarðar yfirtók þessa starfsemi árið 1996 og hefur haldið henni áfram óslitið síðan. Í fyrstu var megin áhersla lögð á kort af túnum og ræktunarlöndum til notkunar í leiðbeiningaþjónustunni varðandi áburðargjöf og fl. Við kortagerðina voru í fyrstu notaðar svarthvítar loftmyndir frá Landmælingum Íslands, en árið 2000 gerði Búnaðarsamband Eyjafjarðar ásamt sveitarfélögum við Eyjafjörð samning við Loftmyndir ehf um afnot af uppréttum loftmyndum í lit af Eyjafjarðarsvæðinu, sem fyrirtækið var þá byrjað að taka af landinu.

Aðgangur af þessum loftmyndum hefur komið kortagerðinni að góðum notum bæði hvað varðar ræktunarlönd og önnur verkefni. Starfsemin þróaðist með tímanum í fleiri verkefni eins og t.d. gerð afstöðu- og yfirlitsmynda vegna byggingaframkvæmda í dreifbýlinu, lóðamælingar fyrir stök hús og deiliskipulög fyrir frístunda- og íbúðarhús. Þá hefur einnig verið unnið við mælingar á landmerkjum t.d. vegna skiptingu lands og jarða, en brín nauðsyn er á mælingu þeirra, því bæði eru kennileitin að hverfa og þeir sem þekkja þau að hverfa af vettvangi. Til að geta sinnt þeim mælinga- og skipulagsverkefnum sem getið er hér að framan var fjárfest í GPS-landmælingatæki frá Trimble. Kortagerðin hefur alltaf verið rekin sem útseld þjónusta og reynt hefur verið að láta reksturinn standa undir sér, en samt sem áður teljum við að bændur hafi notið góðs af því að þessi þjónusta sé til staðar á starfssvæði Búgarðs.

Sýnishorn af túnkorti