Nýr bill í kúasæðingar

1441

Í síðustu viku fékk Andri Már nýjan bíl til notkunar í kúasæðingar. Keyptur var Toyota Rav4 árg. 2017 sem búið var búið að keyra um 37 þúsund km. Þetta er í fyrsta skipti sem keyptur er sjálfskiptur bill til notkunar í sæðingum. Telja verður líklegt miðað við þá þróun sem er að næsti bíll verði knúinn rafmagni að einhverju eða öllu leiti.

Þetta er þriðji bill þessarar tegundar og hafa þeir reynst mjög vel. Einnig skiptir máli að mjög góð þjónusta er hjá Stórholti ehf, verkstæði Toyota á Akureyri.

Andri er mjög ánægður með nýja bílinn og hælir honum á hvert reipi.
Fyrri greinUmsóknarfrestur vegna landgreiðslna og jarðabótastyrkja liðinn
Næsta greinHrútafundur á Melum 29.11. kl. 13.