Umsóknarfrestur vegna landgreiðslna og jarðabótastyrkja liðinn

1175

Samkvæmt reglugerð nr. 1180/2017 skal skila inn umsóknum vegna landgreiðslna og jarðabótastyrkja í síðasta lagi 20. október vegna framkvæmda á yfirstandandi ári og hefur því verið lokað fyrir umsóknir á Bændatorginu.

Á svæði BSE komu inn umsóknir frá 132 búum sem er þremur færra en á síðasta ári. Skil eru mjög góð og um það bil allir sem heyja yfir 20 ha sem sækja um greiðslur.

Mikil breyting hefur orðið til einföldunar á umsóknarferlinu á þann hátt að nú er ein umsókn frá hverju búi. Áður þurfti hver bóndi að skila fyrir hverja jörð sem heyjað var á og aðra fyrir hverja jörð þar sem einhver ræktun var stunduð. Á þeim búum þar sem mest umsvif eru voru umsóknir 15 og alls frá þessum rúmlega 130 búum voru umsóknirnar 580 á síðasta ári sem er 4,3 umsóknir á bú. Það segir nokkuð um hversu margir eyfirskir bændur byggja umtalsverðan hluta búrekstrar á leigulandi.

Samkvæmt rammasamningi bænda við ríkið eru 366 miljónir ætlaðar til greiðslu jarðabótastyrkja á þessu ári sem er þremur milljónum lægra en á síðastaári. Þá voru greiddar rúmlega 35 þúsund á ha. Vegna landgreiðslna eru greiddar 246 milljónir sem gerði á síðasta ári um 3.200 kr á ha.

SBH

Fyrri greinLÖG BÚNAÐARSAMBANDS EYJAFJARÐAR
Næsta greinNýr bill í kúasæðingar