Hrútafundur á Melum 29.11. kl. 13.

1124

Á fimmtudaginn verður hinn árlegi hrútafundur haldinn á Melum í Hörgárdal kl. 13.
Á fundinn mætir Eyþór Einarsson ráðunautur hjá RML og kynnir þá kynbótahrúta sem á sæðingastöðvunum eru að þessu sinni. Einng fer Eyþór yfir helstu tíðindi og áherslur í ræktunarstarfinu.

Einnig kemur Þorsteinn Ólafsson dýralæknir á fundinn og fer yfir að hverju þarf helst að gæta við sauðfjársæðingar þannig að árangur náist.

Farið verður yfir skipulag sæðinganna nú í desember og veitt verðlaun fyrir þrjá stigahæstu lambhrúta í haust.

Fyrri greinNýr bill í kúasæðingar
Næsta greinHrútafundi frestað fram á sunnudagskvöld.