Bændur á Svertingsstöðum 2 fengu sauðfjárræktarverðlaun BSE fyrir liðið ár.

1408

Hákon B. Harðarson og Þorbjörg H. Konráðsdóttir tóku við búskap á Svertingsstöðum 2 árið 2015 af foreldrum Hákonar. Hann er 4 ættliður sem er með búskap á Svertingsstöðum, en Tryggvi Jónsson og Ágústína Gunnarsdóttir kaupa Svertingsstaði 1921. Hákon hefur verið með sauðfjárbúskap í félagi við foreldra sína síðan 1995, Þorbjörg kemur svo inn í búið 2004 og taka þau hjónin svo við kúabúskapnum eins og áður segir 2015. Haustið 2017 taka þau svo alfarið við saufjárbúskapnum og fækka um leið um 100 kindur.

Skipulögð ræktun á sauðfé hefur verið stunduð á Svertingstöðum í áratugi og hefur til að mynda verið skýrsluhald samfleytt síðan fyrir 1970 og sæðingar hafa verið stundaða í yfir 40 ár. Síðustu 15 árin hefur markvist verið ræktað fyrir góðri mjólkurlagni og frjósemi með það að leiðarljósi að hver ær skili tveimur lömbum tilbúnum til slátrunar í byrjun september.

Á Svertingsstöðum voru á síðasta vetri 109 fullorðnar ær og 27 veturgamlar.  Fullorðnu ærnar skiluðu að meðaltali 40 kg/ af kjöti.  Fædd lömb eftir hverja á voru 1,96 en til nytja komu 1,84.  Hver fullorðin ær með lambi skilaði 40,6 kg af kjöti.  Hver veturgömul ær með lambi skilaði 23,5 kg.  Fallþungi 179 sláturlamba var 21,1 kg, meðal kjötprósenta var 46,7 %.  Gerðarmat var 11,3 og fita 7,6, sem gefur hlutfall gerðar og fitu 1,49.  Aldur þessara lamba við slátrun var 135 dagar sem þýðir að vaxtarhraði lamba var 156 á dag miðað við fallþunga.
Búið var árið 2018 þriðja afurðahæsta bú landsins þar sem fleiri en 100 fullorðnar ær voru á skýrslu, í þrettánda sæti yfir þau bú sem höfðu besta gerðarmat og í 7-9 sæti yfir þau bú sem náðu mestum vaxtarhraða.
Svertingsstaðabúið tekur talsvert stökk upp á við milli ára en frá árinu 2017 jukust afurðir eftir fullorðna á um 8 kg á milli ára og, fallþungi lamba um 3,8 kg, aukning í vaxtahraða var 28 grömm fallþunga/dag og gerðar mat hækkaði um 2,07 stig.