Kúasæðingar, símatími og fl.

1714

Bréf til kúabænda vegna sæðinga.

Eins og var á síðasta ári verður samvinna við Búnaðarsamband S-Þing.(BSSÞ) í kúasæðingum. Tveir starfsmenn verða í daglegum ferðum, í stað þriggja á svæðinu yfir þann tíma þegar að jafnaði eru fleiri sæðingar. Miðað er við að þetta fyrirkomulag standi frá júlí byrjun og fram í október. Frá BSSÞ koma þá Valþór F. Þráinsson og Aðalsteinn J. Halldórsson til sæðinga inn á svæði BSE.Til að nýta daginn betur hefur verið ákveðið að frá og með 10. júlí verði símatími til kl. 9 að morgni. Símsvari er ávalt opinn og hægt að hringja að kvöldi eða snemma að morgni. Mikilvægt er að hringja á réttum tíma þannig að við brottför frjótækna frá skrifstofu sé ljóst hvernig best er að skipuleggja daginn.

 

Frá þeim tíma þegar farið var að breyta fjósum í lausagöngu með legubásum hefur gengið mis fljótt að koma upp góðri aðstöðu til sæðinga. Við stutta samantekt á aðstöðunni er niðurstaðan eftirfarandi. Tölur eru miðaðar við fjölda bæja í Eyjafirði.                                                                                                                                                                                                         Mjólkurkýr;       Kvígur; 

Læsigrind með vörn til hliðar       22          5    Úrvals góð aðstaða
Læsigrind                                  30          18   Gripir yfirleitt lausir til hliðar.
Legubás                                   4             2    Ekki ásættanlegt. Óæskilegur hæðmunur Básafjós                                  23            4    Víðast ágæt aðstaða.
Kvígur mýldar í lausagöngu                     18   Getur verið varasamt vegna lausra gripa. Annað                                    3                  Eftir að koma upp aðst. eftir breytingar á fjósi.
Kvígur ekki sæddar                               34  Athygli vekur hversu margir sæða ekki kvígur.

Sæðingar fyrri hluta ársins á félagssvæði BSE voru 4.150 sem var fækkun um 135 miðað við sama tíma á síðasta ári og fækkun um 490 sé borið saman við 2018. Á þessum tíma hefur fjósum þar sem mjólk er framleidd fækkað um tvö og eru nú 82. Á búum sem framleiðsla hefur lagst af, á viðmiðunartímanum voru sæddar 60 kýr 2018, en 23 árið 2019.
Á síðasta ári var fanghlutfall sé miðað við endursæðingu innan 56 daga, 67% ef eingöngu er miðað við kýr. Það er 3% hærra en meðaltal landsins.
Aðeins hefur gengið misjafnlega milli bæja að koma út sæði úr óreyndu nautunum, en eins og verið hefur lengi er miðað við að helmingur sæðinga sé með þeim. Rætt hefur verið um að ef kemur til þess að skammta dreifingu úr einhverju af bestu nautunum verði það gert í hlutfalli við hversu mikið viðkomandi bóndi notar af óreyndum nautum sem er undirstaða ræktunarstarfsins.

Ef litið er einnig aftur um tvö ár varðandi fjölda kúa og afurðir á búum sem skiluðu skýrslu, þá voru 82 bú í maí lok 2018 með að jafnaði 57,1 árskú og 6.579 kg á hverja þeirra. mjólk. Nú tveimur árum síðar eru 82 bú með 58,3 árskýr og 6.676 kg. mjólk sem gerir tæplega 390 þúsund kg á hverja framleiðslu einingu. Eða aukningu um 13.500 kg.af mjólk á bæ eða 3,5%.

Rétt er að taka fram vegna lítilháttar umvöndunar vegna sæðinga aðstöðunnar, að af hálfu BSE og starfsmanna þess er ánægja með samstarf við bændur sem er mjög gott eins og ávalt hefur verið.

Búgarði 3.7.2020
Sigurgeir B. Hreinsson

Fyrri greinRekstraráætlun BSE fyrir 2020 Gjaldskrá BSE.
Næsta greinAðalfundur BSE 10. mars.