Hvatning til góðrar umgengni.

1645

Fátt er meira til eftirtektar og sóma í sveitum landsins en góð umgengni og vel máluð hús. Rétt er að minna á að þegar komið er fram yfir mesta álag vorverka er afar gott að gefa umhverfinu gaum og sinna því sem hægt er að bæta og fegra.

Snyrtimennska er mikilvæg til að viðhalda góðri ímynd landbúnaðar.
Verum stolt af því að sýna hvar við búum.

Hvernig væri því að allir bændur tækju sig saman og hefðu ruslahelgi 1-2 júní?  Hvetjið ættingja og vini til að koma í heimsókn og hjálpa til.  Tína rusl af girðingum og meðfram vegum og laga til heimavið.  Rífa gamlar, ónýtar girðingar sem eru engum til sóma og hætta stafar af.  Henda járnarusli í þar til gerða gáma.  Flokkum og skilum!

Hafa jafnvel samband við nágranna og slútta hreingerningunni með sameiginlegu grilli.

Aldrei á að sjást plast né annað rusl á víðavangi eða girðingum.
Mikilvægt er að allt rúlluplast fari til endurvinnslu og sé vel frá gengið og aðgengilegt.
Rétt er að hafa í huga við kaup á plastinu að hvítt er best til endur vinnslu og lakara eftir því sem það er dekkra að lit.
Hér er bæklingur frá Gámaþjónustu Norðurlands um frágang og söfnun á rúlluplasti.

Þar kemur fram að þeir hafa bæði til leigu og sölu pressur fyrir plastið til að minnka rúmmál.

https://issuu.com/gamar.is/docs/landbunadarplast?backgroundColor=%252523222222

Á þessari síðu eru svo stutt kynningarmyndbönd um flokkun og endurvinnslu sem allir hafa gott af að kíkja á.

https://www.akureyri.is/is/thjonusta/samgongur-og-umhverfi/fraedslumyndbond

Stjórn Búnaðarsambands Eyjafjarðar.

Fyrri greinFundur um urðunarmál.
Næsta greinFrumvarp um afnám frystiskyldu á innflututtu kjöti.