Fundur um urðunarmál.

1175

BSE boðar til rabbfundar um urðun og endurvinnslu sorps.
Fundurinn verður í Búgarði n.k. þriðjudagskvöld  16/4 kl. 20.
Tilgangur og markmið er að koma skilaboðum til bænda um hvernig er best að standa að förgun og afhendingu sorps, auk þess að koma afstöðu bænda til þeirra sem hafa áhrif á það sem er þar að gerast.

Gestir fundarins verða Hilda Jana Gísladóttir, sem m.a. er stjórnarformaður Eyþings. Hilda fer yfir það sem er verið að gera um þessar mundir í sorpmálum af hálfu sveitarfélaga á Norðurlandi. Einnig kemur Helgi Pálsson rekstrarstjóri Gámaþjónustu Norðurlands á fundinn. Helgi ræðir um það sem snýr að endurvinnslu, flokkun á sorpi og möguleika þess að koma endurvinnsluefni í verð.