Ef einhver skyldi gloprast til að líta hér inn sem er að hugsa um að panta hrútasæði næstu daga er rétt að nefna að af Vesturlandshrútum er Dúlli 17-813 nánast afskrifaður og litlar líkur a að úr honum náist sæði. Á Suðurlandsstöðinni er það að frétta að Köggull 17-810 er með lungnabólgu og ekki líklegur til afreka. Bliki er með lélegt sæði og Glámur frekar latur. Gott að hafa þetta í huga.