Hrútafundur í Hlíðarbæ 27. nóvember.

1394

Síðasta miðvikudag var hinn svokallaði hrútafundur haldinn í Hlíðarbæ. Að vanda var vel mætt og voru tæplega 50 sauðfjárræktendur og áhugafólk á staðnum. Eyþór Einarsson ráðunautur hjá RML fór yfir hrútakost sæðingastöðvanna og ýmis áherslumál greinarinnar.
BSE veitti viðurkenningar fryrir þrjá stigahæstu lambhrúta sem skoðaðir voru í haust. Þar stóð efstur lamb nr. 32 á Hríshóli með 89 stig sem Guðmundur og Helga bændur þar eiga. Í öðru sæti var lamb nr. 124 á Auðnum 1 í eigu Aðalsteins og Sigríðar með 88,5 stig. Þriðji var hrútur nr. 106 á Hríshóli einnig með 88,5 stig.

Fyrri greinSkipulag sauðfjársæðinga í desember 2019
Næsta greinFrétt af sæðingarstöðvahrútum.