COVID-19

1811

Ljóst er að kórónaveiran, covid-19 hefur á margan hátt veruleg áhrif á okkar daglega líf sem verður að taka tillit til og takmarka verður samskipti eins og kostur er.

Inn á bondi.is eru margháttaðar upplýsingar um viðbrögð sem bændur verða í mörgum tilfellum að vita, til að brugðist sé rétt við til að minnka hættu á útbreiðslu veirunnar.

Einnig er nauðsynlegt að eftirfarandi tilmæli séu virt.

  • Þeir sem eiga brýn erindi í Búgarð t.d. með bókhald, eru beðnir um að virða þær reglur sem mælt hefur með, stoppa eins stutta stund og unnt er, koma ekki nær starfsfólki en armlengd og snerta ekki innanstokksmuni að óþörfu.
  • Óskað er eftir að við komu frjótæknis á kúabú sé aðstaða til sæðinga með þeim hætti að frjótæknir þurfi ekki að hitta bændur eða starfsfólk búsins.
  • Að aðstaða frjótæknis til þvotta sé góð og sápa og bréfþurrkur séu til staðar.
  • Óvíst er að ávalt verði svarað í síma frjótækna og tala þurfi inn á símsvara.

Nauðsynlegt er að bændur jafnt sem aðrir taki alvarlega tilmæli frá yfirvöldum um umgengisreglur. Fundir verða takmarkaðir á næstu vikum eftir því sem hægt er.
Dýrey og Dýraspítalanum Lögmannshlíð hefur verið boðið að senda skilaboð varðandi samskipti við bændur með netpósti BSE.

Fyrri greinHafdís Ingimarsdóttir komin til starfa hjá Bókvís.
Næsta greinViðbrögð við Kórónaveiru