Birgir í Gullbrekku nýr formaður BSE.

1272

Á aðalfundi BSE urðu nokkrar breytinar á stjórn félagsins. Gunnhildur á Steindyrum sem hefur gengt formennsku s.l. 8 ár gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og einnig baðst Helga í Hvammi undan endurkjöri.
Birgir H. Arason í Gullbrekku var kjörinn formaður og Gestur J. Jensson Dálksstöðum varaformaur. Nýir í stjórn voru kosnir Hákon Bjarki Harðarson Svertingsstöðum og Aðalsteinn Hreinsson Auðnum.
Búnaðarþingsfulltrúi er áfram Hermann Ingi Gunnarsson Klauf auk formanns sem er sjálfkjörinn.