Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar var haldinn í Hlíðabæ 10.3. s.l.

985
Á aðalfundi 2020. Gunnar Þorgeirsson formaður BÍ Birgir Arason nýkjörinn formaður BSE og Vigdís Häsler framkv.stjóri BÍ

Aðalfundur BSE var haldinn 10. mars í Hlíðarbæ. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa mættu gestir til fundarins, þau Gunnar Þorgeirsson formaður BÍ og Vigdís Häsler nýráðin framkvæmdastjóri BÍ. Í ávarpi þeirra til fundarins kom fram að vonir standi til að niðurstaða náist á Búnaðarþingi í þeim breytingum sem í farvatninu hafa verið á félagslegri uppbyggingu BÍ og aðildarfélaga þess. Félagskerfið sé súrealískt og þurfi að einfalda sem mest til að það skili árangri. Öll félög þurfa að hafa skýrt markmið þannig að allir félagsmenn hagnist á að vera innan þess. Þau komu inn á að BSE hafi látið bjóða í kaup á rafmagni fyrir félagsmenn sína. Benti Gunnar formaður á að möguleiki gæti falist í að fá tryggingarráðgjafa til að aðstoða við að láta bjóða í tryggingar félagsmanna. Tók undir að snúið að láta bjóða í viðskipti með bensín og olíur, en verðið hjá Costco sanni að um okur sé að ræða í mörgum tilfellum.

Fyrri greinÍsáning í tún eftir kal með sérhæfðum ísáningarvélum
Næsta greinBirgir í Gullbrekku nýr formaður BSE.