Undanfarna daga og vikur hefur smitandi kúadrulla greinst á mörgum bæjum í Eyjafirði.
Að sögn dýralækna eru fleiri kýr með væg einkenni sem hægt er að meðhöndla með kolpasta (ACT-pasta eða sambærileg vara). Þær kýr sem fara verr út úr skitunni þurfa á meðhöndlun dýralæknis að halda.
Eins og bændur vita skolast steinefni og vítamín út við slík veikindi og það þarf því eðlilega að passa vel upp á gjöf slíkra efna eftir að gripir hafa jafnað sig á veikindum.
Auk hastarlegs niðurgangs ber á þembu og át og nyt fellur.
Á meðan á smiti sem þessu stendur þarf að gæta vel að hreinlæti og sótthreinsun þegar farið er á milli bæja.