50 ára starfsafmæli.

672

Þann 1. október 1971 var Rafn Arnbjörnsson ráðinn til starfa sem frjótæknir hjá SNE, Sambandi nautgriparæktarfélaga í Eyjafirði (sem nokkrum árum síðar sameinaðist Búnaðarsambandi Eyjafjarðar).
Nú í byrjun mánaðar þegar liðin voru 50 ár frá því Rabbi var ráðinn var haft heldur betra með morgunkaffinu í Búgarði og að auki var nokkrum af samstarfsfélögum hans í gegn um tíðina boðið að þiggja veitingar með okkur.
Það hefur einkennt störf Rafns að þau eru leyst af samviskusemi og nákvæmni. Það er mikið lán að hafa starfsmann sem er tilbúinn að ganga í öll þau störf sem á þarf að halda hverju sinni. Meðal þess sem honum hefur verið falið má nefna bókhald og frágangi á skattslýrslum, ómskoðun á lömbum, vinna við kynbótasýningar hrossa auk jarðvegs- og heysýnatöku. Í hans aðalstarfi er árangur eins og best gerist á landinu og oft verið markmið þeirra sem á eftir hafa komið að ná sambærilegu fanghlutfalli við sæðingar eins og Rabbi.
Það er einstakt lán fyrir eyfirska bændur að hafa fengið að njóta starfskrafta Rafns Arnbjörnssonar í hálfa öld.

Fyrri greinKórónuveira og sóttkví
Næsta greinSmitandi kúadrulla.