Skipulag sauðfjársæðinga í desember 2019

1399

Inn á flipanum „sauðfjársæðingar“ eru nánari upplýsingar um fyrirkomulag sæðinga nú í desember. Þar er einnig hægt að komast inn á netútgáfu hrútaskrárinnar og pöntunarblað fyrir sæðingarnar.

Rétt er að vekja athygli á að í hrútaskránni eru villur í einkunnum tveggja hrúta. Glámur 16-825 á að vera með 126 fyrir gerð, 116 fyrir fitu sem gerir 121 fyrir skrokkgæði. Drjúgur 17-808 á að vera með 107 fyrir skrokkgæði, 105 fyrir frjósemi, 112 í mjólkurlagni sem gerir heildareinkunn 108.

Fyrri greinLokað vegna sumarleyfa.
Næsta greinHrútafundur í Hlíðarbæ 27. nóvember.