Sauðfjársæðingavertíð að ljúka.

1208

Í dag er seinasti dagur sauðfjársæðinga. Pantanir á fersku sæði úr Eyjafirði, Þingeyjarsýslum og austur í Bakkafjörð á Langanesströnd fara í gegn hjá BSE. Alla daga var afgreitt sæði frá báðum sauðfjársæðingastöðvunum. Alls var boðið upp á afgreiðslu á sæði í 12 daga frá 5. til 21. desember. Í heild gekk vel og sæðið komst á áfangastað alla daga. Oft hefur veður sett strik í reikninginn þannig að flug hefur fallið niður eða Víkurskarð verið ófært. Það lá nærri í gær að ekki yrði flogið vegna þoku.
Í síðasta ári var nokkuð mikill samdráttur í sæðingum sem má augljóslega rekja til erfiðleika í sauðfjárrækt. Þá voru pöntuð 693 strá, en í hverju strái er sæði í 5 ær. Nú voru pöntuð 736 strá sem er nálægt 6% aukningu milli ára.
Mikilvægt er að þeir bændur sem létu sæða, skrái það niður í Fjárvís, ekki síst til að auðvelda innheimtu. Þeir sem verða ekki búnir að skrá sæðingar um áramót geta átt von á að innheimt verði samkvæmt pöntun.

Fyrri greinDrangi 15-989 dauður.
Næsta greinJólakveðja