Sauðfjársæðingar 2023

832

Nú er sauðfjársæðingavertíðin að skella á, en veðrið vonandi ekki.
Boðið verður upp á sæði mánudag til fimmtudag 4-7 des.
Aftur sömu vikudaga 11-14 .
Seinasta törnin verður sunnudag til miðvikud. 17-20 des.
Alla dagana verður boðið upp á sæði frá báðum stöðvum.
Pantanir þurfa að berast í seinasta lagi kl. 12 daginn fyrir sæðingu. Það er reyndar frekar einfalt að panta með góðum fyrirvara. Pöntunarblað er inn á bugardur.is undir sæðingar-sauðfjársæðingar. Þegar búið er að vista blaðið inn, sendið þá sem viðhengi í tölvupósti á sigurgeir@bugardur.is.
Í nokkrum tilfellum hefur verið sætt morguninn eftir afhendingu sæðis og í flestum tilfellum með ágætis árangri.
Farið verður með sæði austur á bóginn þegar pantanir koma úr Þingeyjarsýslum. Ef pantað er eingöngu úr S-Þing. verður farið í Fosshól eða í Breiðumýri. Ef pantað er úr N-Þing. er farið með sæði á Húsavík.
Gott er að vita af ferðum sem hægt er að senda brúsa með.
Muna að koma með hitabrúsa með vatni í 5ºc.

Fyrri greinHvatningarverðlaun BSE vegna 2022 Bændablaðið.