Sauðfjársæðingadagar 2024 og afhendingartími frá Búgarði.

570

Boðið verður upp á sæði mánudag til laugardag 3. – 7. des.

Síðan 9-12.des, mánudag -fimmtudag.

Seinasta törnin verður sunnudag til föstudags. 15. -20. des.

Alla dagana verður boðið upp á sæði frá báðum stöðvum.

Pantanir þurfa að berast í seinasta lagi kl. 12 daginn fyrir sæðingu.

Þegar búið er að vista blaðið inn, sendið þá sem viðhengi í tölvupósti á sigurgeir@bugardur.is

Farið verður með sæði austur á bóginn þegar pantanir koma úr Þingeyjarsýslum. Ef pantað er eingöngu úr S-Þing. verður farið í Fosshól eða í Breiðumýri. Ef pantað er úr N-Þing. er farið með sæði á Húsavík.

Gott er að vita af ferðum sem hægt er að senda brúsa með.

Muna að koma með hitabrúsa með vatni í 5ºc.

Afhendingartími í Búgarði er um kl. 14.30 á mánud.-fimmtud. En klukkutíma seinna hina dagana.

Fyrri greinSauðfjársæðingar 2023