Vegna þess ástands sem verið hefur í þjóðfélaginu af völdum kórónaveirunnar var aðalfundi BSE sem til stóð að halda fyrri hluta apríl frestað eins og flestum þeim fundum sem halda átti seinnipartinn í vetur og í vor. Haldinn var stjórnarfundur 29.4. þar sem rekstraráætlun fyrir líðandi ár var staðfest, með fyrirvara um samþykki aðalfundar sem stefnt er að í lok ágúst. Ekki þótti fært annað en ganga frá áætlun og staðfesta þar með gjaldskrá vegna þeirrar þjónustu sem veitt er.
Heildartekjur BSE á líðandi ári eru áætlaðar tæpar 95 milljónir en gjöld 94.
Í forsendum áætlunar er miðað er við að árgjald þar sem rekstrartekjur eru yfir 1,5 millj. sé 26.000 en lægra gjaldið 6.000 kr. Hvoru tveggja er óbreytt frá fyrra ári.
Komugjald í klaufskurði verði 26.500 kr. en tímagjald 12.900.
Tímagjald við kortagerð og mælingar 9.750 en við fornleifaskráningu vegna deiliskipulagsvinnu 10.950 kr.
Hver kúasæðing kostar 2.250 kr. Við allar tölur aðrar en árgjald bætist virðisauki.