Kórónuveira og sóttkví

862
Eins og vakin var athygli á, m.a. á fésbókinni fóru flestir starfsmenn BSE og Bókvís í sóttkví sem stóð þar til síðasta fimmtudag þegar farið var í sýnatöku. Enginn hafði smitast og starfsemin komin í eðlilegar skorður aftur, eftir því sem hægt er.
Það er samt ljóst að Kórónu-veiran hagar sér þannig að allir verða að fara með sérstakri gát og takmarka verður öll samskipti eins og hægt er, sérstaklega þessa dagana þegar fjöldi smita í samfélaginu er jafn mikill og raunin er. Minnt er á að þeir sem eiga erindi í Búgarð séu með grímur og noti þá sótthreinsun sem mælt er með.
Fyrri greinSauðfjárræktarverðlaun BSE fyrir árið 2019
Næsta grein50 ára starfsafmæli.