Aðalfundur BSE

951

Aðalfundur okkar var haldinn 9. mars sl. í Hlíðarbæ. Miðað við að covid smit eru nokkuð víða enn var mæting þokkaleg þar sem 25 félagar voru á fundinum auk gesta.

Lagðir voru fram reikningar undirritaðir af endurskoðanda og félagskjörnum skoðunarkonum. Velta var rúmar 104 millj. og hagnaður ársins 2.133.138 kr, eignir samtals rúmar 167 milljónir. Hjá Bókvís ehf var velta 34,5 millj. og hagnaður tæpar 1,7 millj.
.Stjórn félagsins er óbreytt og Birgir H. Arason í Gullbrekku endurkjörinn sem formaður og Gestur J. Jensson varaformaður. Aðrir í stjórn eru Guðmundur Sturluson, Hákon Bjarki Harðarson og Aðalsteinn H. Hreinsson.
Sú tillaga sem hefur mest áhrif á starf BSE er að stjórn félagsins er heimilað að sameinast búnaðarsamböndunum í Þingeyjarsýslum, BSSÞ og BSNÞ.  Verði sambærilegar tillögur samþykktar á aðalfundum þeirra er mögulegt að boðað verði til stofnfundar Búnaðarsambands Norðausturlands í næsta mánuði.

Fyrri grein
Næsta greinHvatningarverðlaun BSE fyrir árið 2021