Búnaðarsamband Eyjafjarðar rekur klaufskurðarbás sem keyptur var með Búnaðarsambandi S-Þingeyinga sem á fjórðungs hlut í básnum en hefur ekki komið að rekstrinum.
Best er að panta klaufskurð með því að hafa samband við Búgarð í síma 460-4477 eða með því að senda tölvupóst á bugardur@bugardur.is
Um klaufskurðinn sér Helgi Jóhannesson. Síminn hjá Helga er 694-9753
Gjaldskrá við klaufskurð: Komugjald er 28.000 kr. og tímagjald er 12.900 kr. án virðisauka.
Fróðleikur:
Góð klaufhirða bætir almenna líðan kúnna og eykur jafnframt nyt þeirra. Víða erlendis hafa rannsóknir sýnt fram á aukningu í nyt um 5 – 8% og enginn vafi talinn á fjárhagslegum ávinningi af reglulegri klaufsnyrtingu. Í Þýskalandi hefur t.d. verið notuð sú þumalfingursregla að 1 kg. mjólkur fáist aukalega á dag úr hverri kú þar sem klaufhirðan er í góðu lagi. Einnig hafa rannsóknir sýnt meiri beiðsliseinkenni hjá klaufsnyrtum kúm og þar með betri frjósemi. Ofvöxtur og misvöxtur klaufa veldur því að kýrin verður sárfætt auk þess sem meiri hætta er á spenastigum og þar með júgurbólgu, kýrin liggur meira og þar með minnkar át og fleira mætti eflaust nefna. Í fljótu bragði mætti halda að minni þörf væri á klaufsnyrtingum í lausagöngufjósum en í básafjósum. Svo reynist þó ekki. Rétt er því að hvetja til reglulegra klaufsnyrtinga kúnna ekki sjaldnar en einu sinni á ári. Aldrei er þó hægt að taka allar kýrnar í sömu ferðinni því ekki er ráðlegt að meðhöndla kýr sem eru að nálgast burð, eða eru að jafna sig eftir burð.