UMHVERFISSTEFNA

1330

Markmið:

BSE leggur áherslu á:
– að búvöruframleiðsla í héraðinu fari fram í óspilltu umhverfi.
– hóflega nýtingu landsins og að landgæði aukist.
– sem besta meðferð og viðhald húsa og véla og að tryggja þannig góða endingu og ásýnd.
– takmarkaða notkun lyfja og tilbúinna efna við ræktun og framleiðslu.
– sem mesta endurvinnslu umbúða og endurnýtingu annars sem til fellur við rekstur bús.
– sem besta nýtingu náttúrulegra og innlendra orkugjafa.
– sem besta nýtingu aðfanga og takmarka þannig úrgang og sorp.
– að tryggð verði hámarksgæði vatns við framleiðslu og úrvinnslu búvöru.
– að frárennslismál á lögbýlum og við matvælaframleiðslu verði með viðunandi hætti.
– að leiki vafi á um afleiðingar tiltekinnar starfsemi verði náttúran látin njóta vafans.

Þessum markmiðum hyggst B.S.E. ná m.a. með:
– fræðslu til félagsmanna um umhverfismál.
– samvinnu við sveitarfélög, úrvinnslu- og afurðasölufyrirtæki, félög og einstaklinga um leiðir til úrbóta.
– áróðri og markaðsetningu eyfirskra afurða undir merkjum vistvænnar framleiðslu

Fyrri greinKÚASÆÐINGAR
Næsta greinSTARFSFÓLK