Bændur í Villingadal eru Árni Sigurlaugsson frá Ragnheiðarstöðum í Flóa og Guðrún Jónsdóttir, en þau hófu búskap 1985 og til 2013 í félagsbúi með Ingibjörgu systur Guðrúnar. Þær systur tóku við af foreldrum sínum, Jóni Hjálmarssyni og Hólmfríði Sigfúsdóttur en afi og amma þeirra systra höfðu komið vestan úr Skagafirði og hófu búskap í Villingadal 1922.
Á fyrstu árum sínum í búskap byggðu Árni og Guðrún íbúðarhús og fjós og eru þau með um 20 kýr auk geldneyta og 150 kindur. Hjá þeim hefur umgengni og snyrtimennska verið áberandi og fallegt að koma upp í Villingadal.
Í útreikningi vegna sauðfjárræktarverðlauna BSE kemur fram að í Ytri-Villingadal eru 119 ær með 36,2 kg eftir hverja vetrarfóðraða á, sem má nefna að vaxtarhraði er 143 gr. á dag í lömbum, gerð 10,8 og fituhlutfall 1,56. Afurðir eftir 25 gemlinga er 19,4 kg.
Árni og Guðrún í Villingadal hljóta sauðfjárræktarverðlaun BSE árið 2019 fyrir góðar afurðir fjárins og snyrtilegan og vel rekinn búskap.
Það má geta þess að kynbótanautin Bárður 13027 og Kláus 14031 eru frá Árna og Guðrúnu í Villingadal.