BSE sér um sæðingar á kúm og kvígum í Eyjafirði.
Fastráðnir starfsmenn eru Rafn Hugi Arnbjörnsson og Andri Már Sigurðsson. Um afleysingar sér Sigurgeir B Hreinsson.
Frjótæknar eru að störfum alla daga ársins með eftirtöldum undantekningum: 1. janúar, föstudaginn langa, páskadag, hvítasunnudag, 17. júní og jóladag.
Símatími er frá kl. 9-10 á morgnana. þess utan er símsvari á sem tekur við skilaboðum. Síminn er 460-4460.
Framkvæmdar eru árlega milli 8.500 og 9.000 sæðingar. Þar af 4.500-5.000 fyrstu sæðingar.
Frá því BSE og Samband nautgriparæktarfélaga við Eyjafjörð (SNE) voru sameinuð árið 1977 hafa kúasæðingar verið einn af grunn þáttum í starfinu.